Skarkalagötubörnin komu í heimsókn á skrifstofu Síldarvinnslunnar.
Ljósm. Hákon Ernuson

Í morgun fékk starfsfólk skrifstofu Síldarvinnslunnar frábæra heimsókn. Börnin á Skarkalagötu í Leikskólanum Eyrarvöllum, ásamt starfsmönnum skólans, bönkuðu upp á, sungu og spjölluðu við skrifstofufólkið. Skarkalagötubörnin eru fædd á árunum 2018 og 2019. Það virtust allir njóta heimsóknarinnar til hins ítrasta og það var bros á hverju andliti. Í lok heimsóknarinnar þáðu hinir ungu gestir gjöf frá fyrirtækinu.