Öskudagurinn 2016Hver krakkahópurinn á fætur öðrum heimsótti skrifstofur Síldarvinnslunnar í dag og söng fyrir starfsfólkið. Krakkarnir voru klædd hinum skrautlegustu búningum og söngvarnir virtust oft vel æfðir og fluttir af innlifun. Kennarar Nesskóla fylgdu mörgum hópanna og elstu og yngstu nemendur skólans mynduðu hópa þannig að tryggt var að allir fengju að vera með. Fyrir heimsóknina og sönginn þáðu krakkarnir harðfiskpoka að gjöf enda vart betur viðeigandi þegar bankað er upp á hjá sjávarútvegsfyrirtæki.
 
Meðfylgjandi eru myndir sem teknar voru í dag og sýna káta krakka syngja fyrir starfsfólkið á skrifstofunum.
Ö2
 
Ö3
 
Ö4
Ö5
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Ö6
Ö7
 
DSC03870
DSC03875
DSC03880
DSC03881