Bjartur NK. Ljósm. Hákon ErnusonBjartur NK. Ljósm. Hákon ErnusonBjartur NK kom til löndunar í Neskaupstað í gær að afloknum stuttum túr. Aflinn var 65 tonn, helmingurinn þorskur en einnig ufsi, karfi og ýsa. Gullver NS landaði sl. mánudag á Seyðisfirði 85 tonnum. Um 40 tonn var þorskur, 20 karfi, 15 ufsi og 8 tonn var ýsa. Gullver hélt á ný til veiða á þriðjudagskvöld og að lokinni yfirstandandi veiðiferð mun hann fara til Akureyrar í slipp.
 
Vestmannaeyjatogararnir Vestmanney VE og Bergey VE hafa lagt áherslu á ýsuveiðar að undanförnu. Vestmannaey kom til löndunar í Eyjum í gær með 60 tonna afla og Bergey landar 50 tonnum í dag. Uppistaða aflans er ýsa og þorskur en einnig hafa togararnir verið að fá dálítinn karfa.