Beitir NK landaði um 1.500 tonnum í gær í bræðslu og frystingu, þeir eru komnir á miðin aftur.
Börkur NK landaði tæpum 1.800 tonnum í bræðsluna á Seyðifirði í nótt, þeir eru lagðir af stað á miðin aftur.
Birtingur NK landaði um 1.200 tonnum í Neskaupstað í gær, þeir eru komnir á miðin.
Erika landaði rúmum 1.000 tonnum í Neskaupstað í nótt og er farin á miðin aftur.
Bjartur NK er að landa um 68 tonnum og er uppistaða aflans þorskur, Bjartur NK heldur aftur til veiða á föstudaginn.