Makríll unninn í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar.  Ljósm. Þórhildur Eir SigurgeirsdóttirVinnsla í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað verður stöðvuð í fyrramálið og mun ekki hefjast á ný fyrr en á mánudagskvöld. Starfsfólkinu gefst því gott tækifæri til að njóta fjölbreyttrar dagskrár Neistaflugshátíðarinnar um helgina.

Á vertíðinni hefur fiskiðjuverið tekið á móti tæplega 6000 tonnum af makríl og rúmlega 4.000 tonnum af síld.  Þá hafa vinnsluskip landað tæplega 6.000 tonnum af frystum afurðum í frystigeymslur Síldarvinnslunnar.