
Ljósm. Ómar Bogason
Sl. föstudag hófst sumarfrí hjá starfsfólki frystihúss Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði. Gert er ráð fyrir að engin vinnsla fari fram í húsinu í rúman mánuð. Að sögn Ómars Bogasonar rekstrarstjóra er margt af starfsfólkinu „flogið út og suður“ en unnið er að því að dytta að ýmsu í húsinu á meðan á fríinu stendur.
Þrátt fyrir lokun hússins hefur Gullver NS haldið áfram veiðum. Hann landaði á mánudag rúmum 77 tonnum og var aflinn mest þorskur en einnig töluvert af ýsu og karfa.