Frystitogarinn Barði NK kom til löndunar í Neskaupstað í gær eftir að hafa verið rúman hálfan mánuð á veiðum. Skipið er með fullfermi og er uppistaða aflans gulllax, djúpkarfi og ufsi. Að sögn Bjarna Ólafs Hjálmarssonar skipstjóra er hér um góðan skraptúr að ræða en veitt var við Suðvesturland í heldur rysjóttu veðri. Aflinn er um 330 tonn upp úr sjó og er verðmæti hans um 67 milljónir króna.