: Gullver NS landaði fullfermi á Seyðisfirði í gær. Ljósm. Ómar BogasonGullver NS landaði fullfermi á Seyðisfirði í gær.
Ljósm. Ómar Bogason
Ísfisktogarinn Gullver NS landaði fullfermi eða 111 tonnum á Seyðisfirði í gær. Uppistaða aflans var þorskur og ufsi. Rúnar L. Gunnarsson skipstjóri segir að veitt hafi verið á hefðbundnum miðum skipsins. „Við fengum aflann í Berufjarðarál, Hvalbakshalli og enduðum í Litladýpinu. Þetta voru fjórir dagar að veiðum. Á þessum tímum er allt í hægagangi hjá okkur eins og annars staðar í samfélaginu. Við förum einungis eina veiðiferð í viku og það verður haldið til veiða á ný klukkan átta annað kvöld,“ segir Rúnar.