Vestmannaey VE kom með fullfermi að lokinni 36 stunda veiðiferð. Ljósm. Guðmundur Alfreðsson

Ísfisktogarinn Vestmannaey VE hélt til veiða aðfaranótt 2. janúar. Skipið hélt rakleiðis á Víkina og landaði síðan fullfermi í Eyjum 36 tímum síðar eða eftir hádegi á miðvikudag. Hér er um að ræða fyrstu löndun skips í Síldarvinnslusamstæðunni á árinu 2024. Afli Vestmannaeyjar var mest þorskur, ýsa og ufsi og var um ákaflega fallegan fisk að ræða.

Bergur VE hélt til veiða á miðvikudag og Vestmannaey sigldi á miðin strax að löndun lokinni.