Beitir NK siglir inn Norðfjörð í þokunni í gær með 1.420 tonn af síld. Ljósm. Þorgeir Baldursson

Beitir NK kom til Neskaupstaðar síðdegis í gær með 1.420 tonn af íslenskri sumargotssíld sem fékkst vestur af landinu. Vinnsla úr honum gengur vel. Í kjölfar Beitis kom síðan Vilhelm Þorsteinsson EA með 1.780 tonn og bíður hann löndunar. Heimasíðan ræddi við Geir Sigurpál Hlöðversson, rekstrarstjóra fiskiðjuvers Síldarvinnslunnar, og spurði hann fyrst hvernig síldin væri. „Þetta er fyrirtaks síld og það gengur ágætlega að vinna hana. Við erum að flaka og framleiðum bæði roðlaus flök og samflök. Síldin er ágætlega stór og það hefur ekki orðið vart við neina sýkingu í henni. Þá er afar lítil áta í henni. Þetta er semsagt eins gott og það getur verið,“ segir Geir Sigurpáll.

Það kemur fyrirtaks síld að vestan.
Ljósm. Geir Sigurpáll Hlöðversson