Börkur NK kom með fyrstu loðnuna til hafnar í nótt en þeir voru með 1100
tonn af góðri loðnu.  Bjarni Ólafsson AK kom í morgun með um 950 tonn.  Verður loðnan unnin í manneldisvinnslu í Fiskiðjuveri SVN.

Beitir NK er að loðnuveiðum

Bjartur NK er að landa í dag um 77 tonnum og er uppistaða aflans þorskur og ufsi, hann heldur aftur til veiða seinni partinn í vikunni.

Barði NK er að veiðum.