Fiskimjölsverksmiðja Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði. Ljósm. Jón Hilmar JónssonVilhelm Þorsteinsson EA kom með fyrstu loðnuna til Seyðisfjarðar á vertíðinni sl. nótt. Afli Vilhelms er 1300 tonn.  Grænlenska loðnuskipið Polar Amaroq er einnig komið til Seyðisfjarðar með 1800 tonn og norska skipið Libas er væntanlegt með 1120 tonn. Gunnar Sverrisson verksmiðjustjóri fiskimjölsverksmiðjunnar á Seyðisfirði var að vonum ánægður þegar haft var samband við hann í morgun. „Það er alltaf gleðilegt þegar nýtt vinnslutímabil hefst hjá okkur  og því eru tímamót að fá loðnu núna,“ sagði Gunnar. „Við fengum enga loðnu í fyrra vegna þess hve kvótinn var lítill en þessi vertíð lítur út fyrir að verða mun betri. Nú erum við að starta upp verksmiðjunni en hún var síðast í gangi 1. júlí 2014.“