Börkur NK kom með um 1.000 tonn af loðnu á sunnudaginn sem hann fékk fyrir sunnan land. Hrognahlutfallið er komið í um 18-21% og hentar það vel á japansmarkað. Fyrsta sólarhringinn voru frystar 33.000 pakkningar. Loðnan er mjög góð og væntanlega verður unnt að frysta stærsta hluta aflans til manneldis.