Löndun í Bjarti NK. Ljósm. Sigurður Steinn EinarssonÍsfisktogarinn Bjartur kom til hafnar í Neskaupstað í morgun og er að landa fyrsta afla nýhafins árs. Aflinn er 85 tonn, að uppistöðu þorskur. Steinþór Hálfdanarson skipstjóri sagði að skipið hefði verið að veiðum í eina þrjá sólarhringa og veður hefði verið fínt. „Við fengum aflann á Fætinum, Herðablaðinu og á Gerpisflaki og það má segja að fyrsta veiðiferð ársins hafi gengið hreint ágætlega,“ sagði Steinþór.