Bjarni Ólafsson AK kom í morgun með um 600 tonn af síld.  Síldina fékk skipið við Surtsey og er þetta fyrsta haustsíldin sem berst til Norðfjarðar á þessari vertíð. Börkur NK landar í dag á Seyðisfirði um 1000 tonnum af síld sem skipið fékk á síldarmiðunum við Noreg.

Bjartur NK hélt til veiða í gærkvöldi.