Hinn 30. júní sl. var haldinn fyrsti hluthafafundurinn í Síldarvinnslunni hf. eftir að hlutabréf fyrirtækisins voru tekin til viðskipta á aðalmarkaði NASDAQ. Á fundinum voru eftirtalin kjörin í stjórn:

Anna Guðmundsdóttir
Baldur Már Helgason
Björk Þórarinsdóttir
Guðmundur Rafnkell Gíslason
Þorsteinn Már Baldvinsson

Varamenn:

Arna Bryndís Baldvins McClure
Ingi Jóhann Guðmundsson

Hinn 8. júlí sl. var síðan haldinn stjórnarfundur og á honum var Þorsteinn Már Baldvinsson kjörinn formaður stjórnar og Guðmundur Rafnkell Gíslason varaformaður.