Bjarni Ólafsson AK er á leiðinni til Neskaupstaðar með fyrsta kolmunnafarminn eftir að veiðar hófust nýverið á gráa svæðinu suður af Færeyjum. Runólfur Runólfsson skipstjóri upplýsir að skipið verði komið til hafnar um klukkan 11 í kvöld. Hann lætur vel af veiðinni. „Það er í reynd búin að vera fínasta veiði og skipin voru að hífa gott í morgun. Það mun hins vegar vera einhver kaldaskítur á miðunum núna. Við erum með 1700 tonn sem fengust í þremur holum. Í hvert sinn var dregið í 14-19 tíma. Það er býsna þröngt á miðunum þarna og veiðin fer fram á takmörkuðu svæði. Þarna er íslenski flotinn og færeysk skip og auk þess einir 20 Rússar,“ segir Runólfur.

Bjarni Ólafsson AK. Ljósm. Guðlaugur Björn Birgisson