Vilhelm Þorsteinsson EA kom með fyrsta makrílinn á vertíðinni til Neskaupstaðar í gær. Ljósm. Hákon Ernuson.Vilhelm Þorsteinsson EA kom með fyrsta makrílinn á vertíðinni
til Neskaupstaðar í gær.  Ljósm. Hákon Ernuson.
Í gær kom Vilhelm Þorsteinsson EA til Neskaupstaðar og landaði þar fyrsta makrílfarminum á vertíðinni. Afli skipsins var 700 tonn upp úr sjó og þar af voru 480 tonn fryst um borð. Guðmundur Jónsson skipstjóri sagði að veiðin hefði verið heldur döpur. „Við hófum veiðar á Breiðdalsgrunni og héldum síðan vestur eftir og enduðum við Vestmannaeyjar. Austur frá var aflinn nokkuð síldarblandaður en vestast fengum við hreinan makríl. Það var enginn kraftur í þessu en fiskurinn sem fékkst var góður; stór og fínn makríll, lítilsháttar áta í honum en fituprósentan var 18-20%. Helsti gallinn er sá að það var ekki nóg af honum á þeim slóðum sem við vorum á en nú munu brátt fleiri skip halda til veiða og þá skýrist allt betur,“ sagði Guðmundur.