Hákon EA að landa í Neskaupstað.  Ljósm. Ágúst Blöndal

Hákon EA kom til löndunar í Neskaupstað s.l. laugardag.  Aflinn var um 750 tonn af frystum kolmunna sem landað var í frystigeymslur Síldarvinnslunnar og 230 tonn sem fóru í mjöl- og lýsisvinnslu.

Í kvöld er síðan Beitir NK væntanlegur með fullfermi, 2.100 tonn af kolmunna til mjöl- og lýsisvinnslu. 

Börkur NK hélt til kolmunnaveiða s.l. föstudag.