Vilhelm Þorsteinsson EA kom með fyrstu loðnuna á vertíðinni til Neskaupstaðar í morgun. Aflinn er 540 tonn af frosinni loðnu og um 450 tonn sem fara til mjöl- og lýsisframleiðslu. Birkir Hreinsson skipstjóri segir að aflinn hafi fengist í trollhólfinu norðaustur af Langanesi. „Þetta er stór og falleg loðna en það virðist ekki vera mjög mikið af henni þó skipin hafi verið að reka í ágætis hol. Við munum landa í dag og halda til veiða á ný í kvöld. Það er bjartsýni ríkjandi varðandi vertíðina, lífið býður ekki upp á annað,“ sagði Birkir.