Þátttakendur á námskeiði í stafrænni ljósmyndun.Ágæta samstarfsfólk. Í námskrá sem birt er hér á heimasíðunni er áætlun um námsframboð næstu tveggja ára í skóla sem hlotið hefur heitið “Gagn og gaman – grunnmenntaskóli SVN”. Námskeiðunum er ætlað að koma til móts við faglegar og félagslegar þarfir starsfólks SVN. Þau eiga að vera til fróðleiks og skemmtunar en jafnframt efla starfsfólkið og innviði félagsins.
Þau eru að mestu leyti valin af sérstökum Markviss stýrihópi SVN, en hópnum var falið að vinna símenntunaráætlun fyrir félagið. Hópurinn stóð fyrir áhugasviðskönnun í flestum deildum SVN og byggir námsframboð grunnmenntaskólans á niðurstöðum þeirrar könnunar. Undirritaður mun stýra starfi Grunnmenntaskólans Gagns og gamans. Námskeiðin eru skipulögð af Fræðsluneti Austurlands sem jafnframt er í samstarfi við ýmsa aðila til að tryggja fjölbreytt og áhugavert úrval námskeiða. Námskráin er ekki ,,endanlegt plagg”. Hún á að vera breytileg eftir þörfum og óskum starfsfólks og fyrirtækis hverju sinni. Grunnmenntaskólinn Gagn og gaman mun starfa þannig að námskeið eru auglýst og kynnt á heimasíðu SVN og með veggspjöldum á starfsstöðvum. Auk þess verða fyrirhuguð námskeið kynnt með sérstöku dagatali sem er að finna á heimasíðunni. Skráning á námskeið fer fram á heimasíðu SVN – www.svn.is Einnig er hægt að skrá þátttöku hjá ,,skólastjóranum” í síma 470-7050/895-9909. Ég vil hvetja starfsfólk SVN til að nýta sér óspart námskeiðin. Bestu kveðjur, Hákon Viðarsson starfsmannastjóri og “skólastjóri”