GITTE HENNING marine 1

Síldarvinnslan í Neskaupstað hefur gengið frá  kaupum á danska uppsjávarskipinu Gitte Henning S 349.  Beitir NK 123 gengur upp í kaupin. 

Skipið er smíðað í Skípasmíðastöðinni Westwen Baltiga í Klaipeda í Litháen og kom nýtt til Danmerkur í apríl 2014.  Það er 86,3 metrar að lengd, 17,6 metrar að breidd og 4.138 brúttótonn.    Aðalvél skipsins er af gerðinni Wärtsila 5220 KW en auk þess er í skipinu  hjálparvél af Wärtsila gerð 2300 KW sem hægt er að samkeyra með aðalvél, Mistubishi-ljósavél sem er 1000 KW auk litillar landvélar 200 KW.  Skipið er búið tveggja þrepa gír og getur keyrt á fljótandi tíðni milli 50 og 60 Hz. Skrúfa skipsins er 4.400 mm. Hliðarskrúfur eru af gerðinni Brunvoll og er fremri hliðarskrúfan Azimut 1470 KW og aftari 900 KW.

Í skipinu eru 13 RSW tankar, samtals  3.203 rúmmetrar og ber það um 3200 tonn.  Kælikerfið er 2,6 milljón Kcal með ammoníak kælimiðli og auk þess er um borð í því ozon kerfi til hreinsunar á tönkum.  Þannig er unnt að fullyrða að skipið sé  mjög vel útbúið til að koma með gott hráefni til vinnslunnar.

Skipið er búið fullkomnum búnaði til veiða bæði með flottrolli og nót.  Spilbúnaður er frá Rapp, 3 flottromlur 92 tonna og 92 tonna togspil. Kranar og nótabúnaður er frá Triplex. 

Öll tæki í brú eru af fullkomnustu gerð og aðbúnaður áhafnar til fyrirmyndar.  Í skipinu eru 12 klefar með 14 rúmum.   

Um helgina tilkynntu seljendur Gitte Henning að þeir hefðu skrifað undir smíðasamning á nýju skipi, sem er stærra en þetta skip eða 90,45 metra langt og 17,8 metra breitt. Hyggjast þeir gera Beiti út á meðan á smíði þess stendur.  Það skip mun þá verða stærsta uppsjávarskip sem byggt hefur verið og er því ætlað að bera 3600 tonn af hráefni.

Afhending hins nýja Beitis fer fram í desember og stefnt er að þvi að skipið verði komið heim fyrir jól. Beitir NK hefur verið afhentur kaupendum nú þegar og er hann í slipp í Póllandi. Munu nýju eigendurnir taka yfir þær framkvæmdir sem þar standa yfir.

                Gunnþór Ingvason framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar sagði að með kaupunum á þessu skipi væri hringnum lokað hvað varðar endurnýjun á uppsjávarflota fyrirtækisins, en þessi nýi Beitir er 17 árum yngri en sá eldri. Hann sagði mikilvægt að hið nýja skip væri afar vel búið að öllu leyti og það myndi koma með fyrsta flokks hráefni að landi sem myndi styrkja uppsjávarvinnslu fyrirtækisins. Þá muni stærð skipsins og burðargeta nýtast vel á stórum loðnuvertíðum og eins við kolmunnaveiðar á fjarlægum miðum. Síðan væri öll vinnuaðstaða og aðbúnaður áhafnar í nýja skipinu eins og best verður á kosið.

Hér fyrir neðan má sjá fleiri myndir teknar um borð í hinum nýja Beiti NK. (Smellið til að stækka)

postcard-475037-909-16-b     postcard-475037-2123-47-b    postcard-475037-6652-31-b

postcard-475037-12675-65-b     postcard-475037-18005-142-b - Copy    Beitir Nýji

postcard-475037-18769-153-b    postcard-475037-19836-44-b     postcard-475037-21322-14-b

postcard-477858-1835-46-b    postcard-477858-10532-41-b