Hrognavinnsla í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar. Ljósm. Smári Geirsson  Hrognavinnsla í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar. Ljósm. Smári Geirsson Góð veiði var í gær og nótt á loðnumiðunum út af Breiðafirði. Polar Amaroq var fljótur að fylla og kom til Helguvíkur í nótt. Hrognavinnsla hófst þegar úr farminum og gengur hún vel. Þrjú skip eru á leið til Neskaupstaðar með fullfermi og er ráðgert að vinna hrogn úr förmum þeirra. Bjarni Ólafsson AK kemur um kl. 2 í nótt, en síðan er von á Birtingi NK og Berki NK.
 
Veruleg kvika er á miðunum og erfiðar aðstæður fyrir skipin. Sum skip hafa rifið nótina og jafnvel þurft að fara í land til að láta gera við. Beitir NK og Vilhelm Þorsteinsson EA eru á miðunum og vonandi ná þeir að fylla áður en enn eitt vonskuveðrið skellur á síðar í dag.