
Reikna má með að verðmæti loðnunnar sem veiddist á vertíðinni og var unnin hér á landi nemi um 27 milljörðum króna og munar um minna fyrir íslenskt þjóðarbú. Alls var úthlutað 390 þúsund tonnum til íslenskra loðnuskipa á vertíðinni og er það mikil breyting frá síðasta ári þegar úthlutaður kvóti þeirra nam einungis rúmlega 127 þúsund tonnum.
Afli skipa Síldarvinnslunnar á vertíðinni var sem hér segir:
Birtingur 12. 688 tonn
Beitir 15.674 tonn
Börkur 22.882 tonn
Samtals veiddu skipin því 51.244 tonn.
Alls tók Síldarvinnslan á móti 138.230 tonnum af loðnu á vertíðinni ef með eru talin 2.050 tonn af sjófrystum afurðum sem vinnsluskipið Hákon landaði í frystigeymslur fyrirtækisins í Neskaupstað. Eru þetta mikil viðbrigði frá síðustu vertíð en þá tók Síldarvinnslan á móti 45.000 tonnum.
Alls voru fryst 12. 105 tonn af loðnu og loðnuhrognum fyrir ýmsa markaði á vegum Síldarvinnslunnar. Öll frystingin fór fram í fiskiðjuveri fyrirtækisins í Neskaupstað ef undan er skilinn hluti hrognanna sem unnin var í Helguvík í samvinnu við Saltver ehf. í Reykjanesbæ.
Fiskimjölsverksmiðjur Síldarvinnslunnar tóku samtals á móti 124.151 tonni af loðnu á vertíðinni. Móttekin loðna hverrar verksmiðju var sem hér segir:
Neskaupstaður 58.800 tonn
Seyðisfjörður 36.021 tonn
Helguvík 29.330 tonn