Makrílvinnsla í fiskiðjuverinu í Neskaupstað. Ljósm. Hákon ErnusonMakrílvinnsla í fiskiðjuverinu í Neskaupstað. Ljósm. Hákon ErnusonAllt í einu fór að fiskast makríll úti fyrir suðausturlandi í fyrrinótt eftir dapra veiði að undanförnu. Bjarni Ólafsson AK kom með 500 tonn til Neskaupstaðar í gær og í nótt kom Börkur NK með 900 tonn. Heimasíðan hafði samband við Hálfdan Hálfdanarson skipstjóra á Berki og spurði hvernig veiðiferðin hefði gengið: „Hún gekk vel. Í fyrrinótt og í gær var fínasta makrílveiði á þeim slóðum sem við höfum mest verið á síðustu árin; suður af Hvalbak og í Berufjarðarálnum. Við fengum þennan afla í fimm holum og það var töluvert að sjá. Í gær var vaðandi fiskur á stóru svæði á þessum slóðum. Þetta er ágætur makríll og það er lítið af síld í aflanum,“ sagði Hálfdan.