Börkur NK siglir inn Norðfjörð. Ljósm. Helgi Freyr ÓlasonBörkur NK siglir inn Norðfjörð.
Ljósm. Helgi Freyr Ólason
Síðustu daga hefur verið góð makrílveiði í Smugunni. Um helgina tóku skipin stutt hol og fengu gjarnan góðan afla. Börkur NK er á landleið með 1.200 tonn sem fengust í þremur stuttum holum. Hann er væntanlegur til Neskaupstaðar um hádegisbil í dag. Í kjölfar hans kemur Bjarni Ólafsson AK. Afli hans er 600 tonn sem fengust í tveimur holum. Beitir NK er á leiðinni á miðin eftir að hafa landað 1.500 tonnum. Allur afli skipanna fer til manneldisvinnslu.
 
Frystiskipin Vilhelm Þorsteinsson EA og Hákon EA hafa með reglulegu millibili landað frystum makríl í frystigeymslur Síldarvinnslunnar. Bæði skip lönduðu til dæmis sl. laugardag, Vilhelm 480 tonnum og Hákon 645 tonnum. Þá er frystum makríl einnig skipað út með reglulegu millibili. Nú er skip í höfninni sem er að lesta 1.000 tonn og í þarsíðustu viku var skip sem lestaði 4.500 tonn af makríl, loðnu og síld. Þá er makríll sífellt settur í frystigáma sem fluttir eru út með skipum frá Reyðarfirði. Það fara nokkur hundruð tonn með gámum í hverri viku.