Börkur NK að landa í sumar.  Ljósm. Margrét ÞórðardóttirSíðustu viku hafa öll skipin þrjú sem landa afla til vinnslu í fiskiðjuver  Síldarvinnslunnar í Neskaupstað komið með síldarfarma að  landi. Bjarni Ólafsson AK landaði tæpum 600 tonnum sl. mánudag og þar með hafði hann lokið veiðum á vertíðinni. Síðan hefur Börkur NK landað um 800 tonnum og Beitir NK tæplega 900 tonnum. Börkur kom síðan á ný til löndunar í gær með 600 tonn sem fengust í færeysku lögsögunni. Síldin sem borist hefur er bæði stór og góð og er hún bæði heilfryst og flökuð.

Um helgina verður frí hjá starfsfólki fiskiðjuversins en Beitir NK hélt til veiða í dag og er væntanlegur til löndunar á mánudag.