Síld landað úr Berki NK. Ljósm. Hákon ViðarssonAð undanaförnu hafa lægðir gengið yfir landið og haft sín neikvæðu áhrif á veiðar. Síldveiðiskip Síldarvinnslunnar, Beitir og Börkur, lágu við festar í eina þrjá daga  í síðustu viku en héldu til veiða á  föstudagskvöld. Í stuttu máli sagt gengu veiðar skipanna vel . Beitir kom til löndunar með um 850 tonn aðfaranótt sunnudags og Börkur kom síðan í gær með um 1250 tonn. Fengu skipin aflann á Gerpisflaki um 20-30 mílur frá Norðfjarðarhorni. Mun aflinn vera hrein síld; norsk-íslensk síld í meirihluta en verulegur hluti aflans íslensk sumargotssíld. Að sögn Hjörvars Hjálmarssonar skipstjóra á Berki virðist síldin alls ekki vera á förum og fáist því stundum býsna góð hol. Norsk-íslenska  síldin sem nú veiðist  er einstaklega myndarleg eða „algjörar bollur“ eins og Hjörvar orðar það.