Aðgerð um borð í Bjarti NK.  Ljósm. Þorgeir Baldursson Bjartur NK kom til hafnar í Neskaupstað í gær að aflokinni veiðiferð.  Aflinn var 93 tonn, þar af 83 tonn þorskur.
Barði NK kom að landi í dag með frystar afurðir að verðmæti tæplega 90 milljónir.  Uppistaða aflans er gullkarfi.
Bjartur heldur til veiða á ný sunnudaginn 28. apríl og er áætlað að hann landi fimmtudaginn 2. maí.  Barði heldur til veiða á úthafskarfa hinn 8. maí n.k.