Nóg að gera hjá starfsfólki Gullbergs á Seyðisfirði. Ljósm. Ómar BogasonNóg að gera hjá starfsfólki Gullbergs á Seyðisfirði. Ljósm. Ómar BogasonÍsfisktogarinn Gullver NS hefur aflað vel að undanförnu og í frystihúsi Gullbergs ehf. á Seyðisfirði hafa ríkt annir. Alls færði Gullver 598 tonn að landi í ágústmánuði í sex veiðiferðum. Hann landaði síðan 102 tonnum sl. mánudag og var uppistaða aflans þorskur, karfi og ufsi. Gullver heldur aftur á veiðar í kvöld. „Það hefur verið mikið að gera hjá okkur að undanförnu og í reyndinni vantar fólk til starfa,“ sagði Ómar Bogason hjá Gullbergi í viðtali við heimasíðuna.