Beitir NK að landa makríl. Ljósm. Smári GeirssonBeitir NK að landa makríl. Ljósm. Smári GeirssonBeitir NK er á landleið með 1.260 tonn af makríl sem fékkst í Smugunni. Kristinn Snæbjörnsson stýrimaður segir að framan af veiðiferðinni hafi afli verið tregur en sl. nótt hafi hins vegar verið mokveiði. „Við fórum alveg austur að norsku landhelgislínunni en þar var lítið að hafa. Við tókum þar ein þrjú hol en þau gáfu lítið. Við færðum okkur síðan í miðja Smuguna og þar var algjör mokveiði í nótt sem leið. Við tókum 330 tonn um miðnætti og síðan 650 tonn í morgun. Það voru 300 mílur í land þegar við lögðum af stað og við reiknum með að koma til Neskaupstaðar um kl. 10 í fyrramálið. Almennt má segja að makrílveiðin sé alltaf að færast austar eins og gera má ráð fyrir á þessum árstíma,“ sagði Kristinn.
 
Börkur NK er á miðunum og hóf veiðar í morgun. Bjarni Ólafsson AK hélt til veiða frá Neskaupstað í morgun en lokið var við að landa makríl úr honum í gær.