Bjartur NK. Ljósm. Þórhildur Eir SigurgeirsdóttirFrystitogarinn Barði kom til heimahafnar í Neskaupstað í gær með fullfermi. Aflinn upp úr sjó var 138 tonn af ufsa, 93 tonn af gullkarfa, 60 tonn af djúpkarfa og 24 tonn af þorski auk 10 tonna af gulllaxi og 5 af ýsu. Þegar Barði var nýkominn til hafnar fréttist af því að bilun hefði komið upp í aðalvél ísfisktogarans Bjarts þar sem hann var að veiðum á Haftinu í Berufjarðarál  og fékk Barði það hlutverk að draga hann til hafnar. Komu skipin að landi um miðnætti. Afli Bjarts var samtals 46 tonn og uppistaða hans þorskur og ufsi.