Beitir NK kom í morgun með um 1.100 tonn af loðnu og er verið að vinna hana í fiskiðjuverinu. Erika er á landleið með fullfermi eða um 1.000 tonn. Börkur NK hélt til veiða í gær. Birtingur NK heldur væntalega til veiða seinni partinn í dag.
Barð NK hélt til veiða í gær. Bjartur NK heldur til veiða í kvöld.