Landað úr Blængi NK í Neskaupstað. Ljósm. Smári GeirssonLandað úr Blængi NK í Neskaupstað. Ljósm. Smári GeirssonFrystitogarinn Blængur NK kom til Neskaupstaðar í morgun að loknum góðum karfatúr. Theodór Haraldsson skipstjóri segir að veiðiferðin hafi gengið vel í alla staði og veður hafi verið með ágætum, einkum undir lokin. „Við fórum út 9. mars og þá var farið beint vestur á Melsekk. Þar vorum við allan túrinn. Þarna var mjög góð gullkarfaveiði eins og er venjulega á þessum árstíma. Aflinn var tæplega 800 tonn upp úr sjó eða tæplega 31.000 kassar. Við millilönduðum í Hafnarfirði 23. mars 17.200 kössum og nú er verið að landa um 13.500 kössum. Þetta verður að teljast gott enda vorum við einungis 22 daga á veiðum. Þá gekk vinnslan um borð mjög vel,“ sagði Theodór.
 
Gert er ráð fyrir að Blængur láti úr höfn nk. föstudag og þá verður stefnan væntanlega á ný tekin á Melsekk.