Gullver NS kemur til hafnar á Seyðisfirði í morgun. Ljósm. Ómar Bogason

Ísfisktogarinn Gullver NS kom til heimahafnar á Seyðisfirði í morgun með rúmlega 120 tonn af góðum fiski eftir stutta veiðiferð. Heimasíðan ræddi við Rúnar L. Gunnarsson skipstjóra og spurði hvernig veiðiferðin hefði gengið fyrir sig. „Það er ekki hægt að segja annað en að hún hafi gengið vel. Túrinn tók einungis rúma fjóra sólarhringa höfn í höfn. Við byrjuðum á að reyna við ufsa og karfa í Berufjarðarál og Lónsdýpi en það gekk ekkert sérstaklega vel. Síðan snerum við okkur að þorskinum á Fætinum og í Hvalbakshallinu og þá fór að ganga betur og við fylltum skipið. Uppistaða aflans í veiðiferðinni er þorskur en einnig erum við með ufsa, ýsu og dálítinn karfa. Það hefur verið mikil traffík á þessum miðum að undanförnu. Ég held að megnið af togaraflotanum sé þarna og þá fer án efa brátt að draga úr veiði,“ segir Rúnar. 

Gert er ráð fyrir að Gullver haldi á ný til veiða í kvöld