Ágæt síldveiði hefur verið undanfarna daga á miðunum í Breiðafirði.  Bjarni Ólafsson AK landaði á Norðfirði  í gær um 800 tonnum, Börkur NK landar í dag um 1.100 tonnum og Margrét EA bíður löndunar með um 1.200 tonn. Þessi afli fer allur til manneldisvinnslu hjá Fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar hf.  Þá landar Birtingur NK um 700 tonnum af síld til bræðslu í dag. 

Bjartur NK landaði á þriðjudag um 90 tonnum af fiski, aflinn var blandaður og um helmingur þorskur. Barði NK landaði í gær frystum afurðum að verðmæti um 90 miljónir. Uppistaða aflans var ufsi. Barði NK heldur aftur til veiða á morgun kl 14:00.