Jólasíldin komin í föturnar. Ljósm. Hákon ErnusonJólasíldin komin í föturnar. Ljósm. Hákon ErnusonEnn og aftur er jólasíld Síldarvinnslunnar komin í fötur og tilbúin á veisluborð. Mörgum finnst hún ómissandi hluti jólahátíðarinnar en eins og áður eru þær aðferðir sem notaðar eru við framleiðslu síldarinnar vel varðveitt leyndarmál.
 
Efnt var til samkeppni um mynd á merkimiðann á síldarföturnar en þetta er annað árið sem slík samkeppni fer fram. Að þessu sinni sendu einungis þrír einstaklingar myndir til þátttöku í samkeppninni og fékk sérstök dómnefnd það hlutverk að meta þær. Þegar upp var staðið var dómnefndin sammála um að mynd sem Guðlaugur B. Birgisson tók uppfyllti allar þær kröfur sem gerðar voru. Myndin er af Beiti NK þar sem hann liggur jólaljósum prýddur í Norðfjarðarhöfn og hún sómir sér svo sannarlega vel á síldarfötunum. Tekið skal fram að Guðlaugur bar einnig sigur úr býtum í samkeppninni í fyrra.
 
Á það skal bent að þeir sem vilja taka þátt í áðurnefndri samkeppni í framtíðinni þurfa helst að taka myndir um jólahátíðina því ætlast er til að myndirnar tengist Síldarvinnslunni og umsvifum hennar með einhverjum hætti og séu auk þess jólalegar.