Frá athafnasvæði Síldarvinnslunnar í Neskaupstað

Árið 2012 var umsvifamikið hjá Síldar-vinnslunni.  Veiðar gengu vel og vinnsla einnig.  Hér verður gefið stutt yfirlit um öflun og
móttöku hráefnis á árinu ásamt magni afurða.

Alls veiddu uppsjávarskip fyrirtækisins tæplega 139 þúsund
tonn á árinu.  Mest var veitt af loðnu en
eins komu þau með síld, makríl og kolmunna að landi.  Heildarafli Beitis NK var rúmlega 59.500
tonn, Barkar NK 45.200 tonn og Birtings NK 34.200 tonn.

Ísfisktogarinn Bjartur NK aflaði rúm 3.750 tonn á árinu og frystitogarinn Barði
NK 3.800 tonn.