Árið 2015 reyndist Bergi-Hugin, dótturfyrirtæki Síldarvinnslunnar í Vestmannaeyjum, afar hagstætt. Skip félagsins, Vestmannaey og Bergey, öfluðu vel og afkoman var góð. Afli Vestmannaeyjar á árinu var 3.864 tonn og Bergeyjar 3.665 tonn. Aflaverðmæti skipanna reyndist 2.285 milljónir króna. Um er að ræða hæsta aflaverðmæti í sögu félagsins. Útgerðarfélagið Bergur- Huginn var stofnað árið 1972 um smíði á Japanstogaranum Vestmannaey sem var systurskip Bjarts NK. Lengi vel gerði félagið út þrjú skip en frá árinu 2012 hafa skipin verið tvö.