Norðfjarðarhöfn á makrílvertíð sl. sumar. Ljósm. Smári Geirsson

Þrátt fyrir loðnuleysi telst árið 2020 hafa verið gott ár hvað varðar veiðar á uppsjávartegundum. Skip Síldarvinnslunnar, Beitir NK og Börkur NK, öfluðu vel af síld, makríl og kolmunna og sama á við um um Bjarna Ólafsson AK sem er í eigu dótturfélagsins Runólfs Hallfreðssonar ehf. Þá var verð á uppsjávarafurðum gott þannig að afkoman af veiðunum var ágæt. Afli skipanna og aflaverðmæti var sem hér segir:

HeildarafliVerðmæti
Beitir NK44.894 tonn1.929 mkr
Börkur NK46.918 tonn1.982 mkr
Bjarni Ólafsson AK32.034 tonn1.379 mkr

Fiskiðjuver Síldarvinnslunnar í Neskaupstað tók á móti 46.882 tonnum af makríl og síld til vinnslu á nýliðnu ári. Móttekinn makríll nam 23.098 tonnum og móttekin síld 23.784 tonnum. 

Fiskimjölsverksmiðjur Síldarvinnslunnar tóku samtals á móti 123 þúsundum tonnum af uppsjávarfiski. Verksmiðjan í Neskaupstað tók á móti 106 þúsund tonnum og verksmiðjan á Seyðisfirði tók á móti 17 þúsund tonnum af kolmunna.