Bergey VE að veiðum. Ljósm. Egill Guðni GuðnasonBergey VE að veiðum. Ljósm. Egill Guðni GuðnasonÍsfisktogarinn Vestmannaey VE er að landa fullfermi eða um 70 tonnum í Vestmannaeyjum í dag. Systurskipið Bergey VE er síðan væntanlegt síðar í dag einnig með fullfermi. Afli Vestmannaeyjar er fyrst og fremst ýsa og ufsi en afli Bergeyjar er ýsa og karfi. Bæði skipin voru að veiðum á Papagrunni. Hér er um að ræða aðra löndun skipanna eftir sjómannadag en þau lönduðu góðum afla 11. júní sl. Þá var afli Vestmannaeyjar mest þorskur en afli Bergeyjar blandaður.
 
Egill Guðni Guðnason var skipstjóri á Vestmannaey í síðustu veiðiferð og segir hann að aflinn hafi verið ágætur miðað við árstíma. „Við vorum einungis í þrjá sólarhringa að veiðum, tvo sólarhringa í ýsu og einn í ufsa. Það er bara býsna gott,“ segir Egill.
 
Skipin munu halda til veiða á ný á fimmtudag