031

Gullver NS við bryggju framan við fiskvinnslustöðina á Seyðisfirði. Ljósm: Ómar Bogason

                Ákveðið hefur verið að Gullberg ehf. á Seyðisfirði verði sameinað Síldarvinnslunni um áramótin. Gullberg rekur fiskvinnslustöð á Seyðisfirði og gerir út togarann Gullver NS. Síldarvinnslan festi kaup á félaginu haustið 2014 en starfsemin á Seyðisfirði hefur engu að síður verið rekin í nafni þess síðan.

                Sameiningin er fyrst og fremst gerð til að einfalda starfsemina og gera hana auðveldari en réttindi starfsfólks Gullbergs breytast ekkert og ekki eru fyrirhugaðar neinar breytingar á rekstrinum.

                Kynningarfundur um sameininguna var haldinn með starfsfólki Gullbergs sl. mánudag.