Verið að landa úr Gullver NS framan við frystihúsið á Seyðisfirði í gær. Ljósm. Ómar BogasonVerið að landa úr Gullver NS framan við frystihúsið á Seyðisfirði í gær. Ljósm. Ómar BogasonÍsfisktogarinn Gullver NS landaði á Seyðisfirði í gær og hélt til veiða á ný fljótlega að lokinni löndun. Skipstjóri í veiðiferðinni var Rúnar L. Gunnarsson og sló heimasíðan á þráðinn til hans í dag. Fyrst var spurt um afla gærdagsins.“ Aflinn var 94 tonn og blandaður. Mest var af þorski og ýsu en einnig drjúgt af ufsa og karfa. Aflinn fékkst á Papagrunni, Lónsdýpi og Lónsbugt. Veiðiferðin gekk ágætlega og veðurfarið er afar ánægjulegt; það er blíða upp á hvern dag. Núna erum við að reyna fyrir okkur í grálúðu og djúpkarfa með takmörkuðum árangri,“segir Rúnar.
 
Nú er strandveiðin í hápunkti og allar fiskvinnslur með nóg af fiski. Fiskverð er mjög lágt þessa dagana vegna mikils framboðs og þá hefur kórónuveiran einnig haft veruleg áhrif.