Gullver NS á Seyðisfirði. Ljósm. Ómar Bogason

Ísfisktogarinn Gullver NS kom til Seyðisfjarðar á sunnudagskvöld með 95 tonn. Aflinn var mestmegnis þorskur og ýsa. Landað var úr skipinu í gærmorgun. Heimasíðan ræddi við Þórhall Jónsson skipstjóra og spurði fyrst hvar veitt hefði verið. „Við vorum mest að veiða frá Breiðdalsgrunni og norður á Gletting. Það var kaldi fyrst eftir að við komum út en síðan var þarna hið þokkalegasta veður. Það hefur fiskast ágætlega á þessum slóðum að undanförnu og þarna hefur fiskurinn legið í síld. Það virðist vera talsvert um síld þarna og mér finnst meira um hana en oft áður á þessum árstíma,“ segir Þórhallur.

Gullver mun væntanlega halda til veiða á ný síðdegis í dag.