Landað úr Gullver NS sl. mánudag. Ljósm. Ómar Bogason

Ísfisktogarinn Gullver NS kom til heimahafnar á Seyðisfirði sl. sunnudag með fullfermi eða 117 tonn. Landað var úr skipinu á mánudag. Hjálmar Ólafur Bjarnason skipstjóri var ánægður með veiðiferðina. “Þetta var þægilegur túr í alla staði. Það var ágætt veður allan tímann og ekki er hægt að kvarta yfir fiskiríinu. Fiskurinn sem fékkst er blandaður en mest þorskur. Undir lokin fékkst þorskur af stærstu gerð. Við vorum mest að veiða á Skrúðsgrunni, í Lónsbugt og á Glettingi,” segir Hjálmar Ólafur.

Gullver hélt á ný til veiða í gær.