Gullver april 2018 OB

Gullver NS. Ljósm: Ómar Bogason

                Gullver NS kom til Seyðisfjarðar í morgun úr fyrstu veiðiferð ársins. Aflinn var tæplega 100 tonn og uppistaða aflans þorskur, ufsi og ýsa. Að sögn Rúnars L. Gunnarssonar skipstjóra var veitt á hefðbundnum miðum skipsins, eða frá Berufjarðarál og norður í Seyðisfjarðardýpi. Rúnar segir að þokkalega vel hafi gengið að veiða –„ þetta juðaðist en það voru svo sem engin læti í þessu.“

               Gullver heldur aftur til veiða um hádegisbil á morgun.

                Vinnsla í frystihúsinu á Seyðisfirði hófst 3. janúar en fiskurinn sem byrjað var að vinna kom af Ljósafelli SU.