1261489 Centrum Sopotu kr

Næstkomandi fimmtudag og föstudag heldur starfsfólk Síldarvinnslunnar ásamt mökum í afmælishátíðar- og skemmtiferð til Póllands. Hópurinn mun gista í bænum Sopot í nágrenni Gdansk og verður afmælishátíðin laugardagskvöldið 2. desember á Hotel Sheraton í Sopot. Fyrir utan afmælishátíðina munu þátttakendur í ferðinni nýta dvölina í Póllandi til að skoða sig um og njóta ánægjulegra samvista.

                Hér þarf að koma á framfæri nokkrum hagnýtum upplýsingum fyrir ferðalangana sem mikilvægt er að berist til allra:

  • Brottför flugs frá Egilsstöðum verður kl. 08.55 á fimmtudag og kl. 08.15 á föstudag.
  • Þeir sem fara til Egilsstaðaflugvallar akandi á eigin bílum á fimmtudag skulu mæta til innritunar á milli kl. 06.35 og 07.00.
  • Þeir sem fara til Egilsstaðaflugvallar akandi á eigin bílum á föstudag skulu mæta til innritunar á milli kl. 05.55 og 06.20.
  • Á fimmtudagsmorgun verður brottför rútu frá Neskaupstað kl.06.25. Brottförin verður frá Nesbakkaplaninu en einnig verður fólk tekið upp hjá OLÍS.
  • Á föstudagsmorgun verður brottför rútu frá Neskaupstað kl. 05.45. Brottförin verður frá Nesbakkaplaninu en einnig verður fólk tekið upp hjá OLÍS.
  • Á fimmtudagsmorgun verður brottför rútu frá Seyðisfirði kl. 06.25. Brottförin verður frá Herðubreið.
  • Á föstudagsmorgun verður brottför rútu frá Seyðisfirði kl. 05.45. Brottförin verður frá Herðubreið.
  • Við heimkomu verður farið með rútum frá Egilsstaðaflugvelli til Neskaupstaðar og Seyðisfjarðar.
  • Síldarvinnslan býður ferðalöngunum upp á morgunverð á Egilsstaðaflugvelli að aflokinni innritun.
  • Þeir sem fara frá Keflavík að morgni föstudags skulu vera mættir til innritunar tveimur tímum fyrir brottför, en brottför verður kl. 08.30. Innritað verður á borðum Icelandair.
  • Allir þurfa að muna eftir að taka með farseðla og vegabréf.

                                                     

Góða ferð og góða skemmtun.