Bergey VE heldur á miðin frá Vestmannaeyjum í gærkvöldi. Ljósm. Egill EgilssonBergey VE heldur á miðin frá Vestmannaeyjum í gærkvöldi. Ljósm. Egill EgilssonMyndin sem fylgir þessari frétt var tekin í gærkvöldi þegar Bergey VE sigldi út frá Vestmannaeyjum að aflokinni löndun. Vart er hægt að hugsa sér meiri fegurð en þegar kvöldhimininn skartar slíkum roða. Bergur-Huginn ehf. gerir út tvö skip, Bergey og Vestmannaey, og hafa þau aflað afar vel að undanförnu. Uppistaða aflans hefur verið ýsa en verð á henni og öðrum ferskum fiski hefur farið lækkandi að undanförnu og skyggir það á hin góðu aflabrögð. Fall pundsins hefur þar haft mikil áhrif en Bretland er mikilvægasti markaðurinn fyrir ferskan íslenskan fisk.