Halldór HinrikssonHalldór HinrikssonÍ dag verður Halldór Hinriksson jarðsunginn frá Norðfjarðarkirkju en hann lést 10. janúar sl. Halldór starfaði í áratugi hjá Síldarvinnslunni. Um 1960 hóf hann að gegna starfi verkstjóra í síldarverksmiðjunni en hóf síðan störf fyrir útgerð fyrirtækisins um 1970. Störfin fyrir útgerðina voru fjölbreytt og sinnti Halldór þeim af kostgæfni. Halldór hætti störfum vegna aldurs árið 1999 en þá var hann 72 ára. Halldór var alla tíð mikill Síldarvinnslumaður, bar hag fyrirtækisins fyrir brjósti og gladdist innilega við hvert framfaraskref sem það tók.
 
Síldarvinnslan vottar öllum aðstandendum Halldórs innilega samúð vegna fráfalls hans.