Í dag verður Halldór Þorsteinsson jarðsunginn frá Norðfjarðarkirkju en hann lést 1. janúar sl. Halldór starfaði hjá Síldarvinnslunni í fjölda ára, bæði sem sjómaður og vélvirki. Hann sat í stjórn fyrirtækisins á árunum 1990-2000 og var auk þess varamaður í stjórninni á árunum 1988-1990 og 2000-2003. Halldórs er minnst fyrir góð störf í þágu Síldarvinnslunnar.
Síldarvinnslan vottar öllum aðstandendum Halldórs innilega samúð vegna fráfalls hans.